Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
27. september 2024
Þau sem eru að undirbúa umsókn um ellilífeyri frá TR og vilja fá nánari upplýsingar geta hér fyrir neðan nálgast upptöku af kynningu sem var flutt á fræðslufundi TR sem var haldinn var 17. september sl.
19. september 2024
Búið er að laga villu í reiknivél lífeyris á vefnum okkar og hefur reiknivélin því verið opnuð á ný. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið. Bendum á að reiknivél lífeyris er ætluð til að sýna mögulegar greiðslur til einstaklinga miðað við mismunandi forsendur og ekki er um að ræða endanlega útreikninga á réttindum einstaklinga.
12. september 2024
TR er þátttakandi í þjónustukönnun ríkisstofnana sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stendur fyrir. Könnunin verður send mánaðarlega í tölvupósti til viðskiptavina TR sem eru með afgreidd og erindi í mánuðinum á undan. Fyrsta útsending verður nú í september. Einnig geta viðskiptavinir þjónustumiðstöðvar TR í Hlíðasmára tekið þátt í könnuninni með því að skanna QR kóða.
11. september 2024
Við biðjumst velvirðingar á að reiknivél lífeyris á vefnum okkar er því miður ekki aðgengileg vegna bilunar. Uppfærsla á reiknivélinni í gærmorgun hafði þær afleiðingar að útreikningar sýndu ekki rétta niðurstöðu og því var hún tekin úr birtingu í morgun.
2. september 2024
TR býður upp á fræðslufund þriðjudaginn 17. september kl. 16.00 – 18.00 í Hlíðasmára 11 um ellilífeyrismál. Á fundinum verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri hjá TR, greiðslufyrirkomulag og fleira.
29. ágúst 2024
Starfsfólk Tryggingastofnunar leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína sem allra best og með fjölbreyttum hætti. Nú bjóðum við uppá viðtöl við sérfræðing TR sem hægt er að bóka í Noona appinu.
25. júlí 2024
Forstjóri TR Huld Magnúsdóttir var í viðtali á Rás1 í morgun um breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu. Í upphafi sagði hún meðal annars að í raun væri um að ræða nýja hugsun og nálgun með þessum breytingum til að fá fleiri til virkni þeim og samfélaginu til góða.
24. júní 2024
Frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundar Inga Guðbrandssonar um breytingar á örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfinu var samþykkt á Alþingi 22. júní. Nýtt kerfi mun taka gildi 1. september 2025.
28. maí 2024
Árlegur endurreikningur vegna lífeyrisgreiðslna frá TR vegna ársins 2023 liggur nú fyrir á Mínum síðum TR og á Ísland.is. Þau sem fengu of lágar greiðslur árið 2023 fá endurgreitt frá TR í sérstakri greiðslu 1. júní nk.
27. maí 2024
Vegna misvísandi fréttaflutnings um álagningu fyrir árið 2023 hjá hópi viðskiptavina TR viljum við árétta að TR veitti ekki rangar upplýsingar til Skattsins vegna staðgreiðslu viðskiptavina TR.