Sýslumannsembættin hafa á árunum 2023-2024 náð markverðum árangri í stafrænni umbreytingu og eru nú meðal fremstu stofnana í stafrænum lausnum. Flest þjónustuferli hafa verið færð í stafrænan farveg, sem gerir landsmönnum kleift að nálgast þjónustuna án þess að mæta á staðinn. Ár hvert þjónusta sýslumenn tæplega 60% landsmanna.