Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjónstöðin Forsíða
Sjónstöðin Forsíða

Sjónstöðin

Stjórn Þórsteinssjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.

4. nóvember 2025

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2025.

Þórsteinssjóður styrkir blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands.

Tilgangur Þórsteinssjóðs er að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands og að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á lífi og aðstæðum blindra og sjónskertra einstaklinga, einkum í félags- og hugvísindum.

Þórsteinssjóður var stofnaður við Háskóla Íslands 6. desember 2006 af Blindravinafélagi Íslands til minningar um Þórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélagsins. Tilkoma sjóðsins hefur aukið möguleika blindra og sjónskertra stúdenta til að helga sig háskólanámi, en úthlutað hefur verið reglulega úr sjóðnum frá því að hann var stofnaður árið 2006.

Hér er hægt að sækja um styrk.

Námsstyrkir til blindra og sjónskertra stúdenta við HÍ | Sjóðavefur Háskóla Íslands