Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
15. desember 2023
Flugplan.is er ný gátt á vegum Flugmálafélags Íslands fyrir flugáætlanagerð
13. desember 2023
Ísland tók nýverið þátt í árlegri samningaráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í Riyadh. Tilgangurinn var að auka markaðsaðgang fyrir íslensk fyrirtæki í flugrekstri með gerð tvíhliða samninga við erlend ríki.
8. desember 2023
Auglýst er eftir umsóknum í verkefni á sviði norrænna sjóflutninga og orkurannsókna.
30. nóvember 2023
Vegna jarðhræringa í nálægð Grindavíkur hefur áður útgefið flug- og drónabann verið framlengt til 15. desember. Fjölmiðlum verða veittar undanþágur með skilyrðum.
21. nóvember 2023
Með nýrri skipaskrá, Skútunni, var tekið upp það verklag, að gefa út haffærisskírteini með fullum gildistíma þótt niðurstaða skoðunar væri dæming 2.
20. nóvember 2023
Árið 2024 verða haldin námskeið fyrir prófdómara flugskírteina á fjölstjórnarvélar 8. febrúar og 12. september í Ármúla 2.
12. nóvember 2023
Vegna líklegs eldgoss í nálægð við Grindavík hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum bannað drónaflug á tilteknu svæði. Bannið hefur þegar tekið gildi og gildir til miðnættis 29. nóvember nk.
8. nóvember 2023
Nú er umsókn ökuritakort orðin stafræn á Ísland.is. Atvinnubílstjórar geta því sótt um og endurnýjað ökuritakort með rafrænni auðkenningu þar sem upplýsingar um ökuréttindi, ljósmynd og undirskrift eru sótt í gagnagrunn sýslumanns.
25. september 2023
Samgöngustofa var meðal fjögurra stofnana sem hlutu viðurkenningu fyrir þau stafrænu skref sem tekin voru á árinu.
Fulltrúanámskeið verða næst haldin miðvikudaginn 17. október hjá Samgöngustofu, Ármúla 2. Síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 15. október.