Gagnasöfnun lýkur eftir tvo daga!
363 börn skráð í rannsóknina en „væri frábært að fá nokkra tugi til viðbótar“ á endasprettinum.
„Algengi svefnvandamála barna.“ er viðamikil rannsókn sem Sjúkrahúsið á Akureyri leiðir. Nú er vika þar til gagnasöfnun lýkur en í dag eru 363 börn skráð í rannsóknina. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að kæfisvefn meðal barna sé algengara vandamál en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna en alls hafa 75 þátttakendur með meðal- eða alvarlegan kæfisvefn mætt í skoðun og eftirfylgni hjá háls-, nef- og eyrnalækni, barnalækni og tannréttingasérfræðingi.
Í þessari viku fara síðustu kynningarfundirnir fram. Skráning í rannsóknina og frekari upplýsingar fást með því að senda línu á svefn@sak.is. Öll börn fædd 2014-2018 sem búa á Akureyri og í nærsveitum geta tekið þátt.