Dagana 11. til 14. febrúar fór fram ítarleg ytri úttekt á allri starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), svokölluð DNV-úttekt. Um var að ræða heildarúttekt, sem framkvæmd er á þriggja ára fresti, en á milli þeirra fara fram minni úttektir sem einblína á tiltekna þætti starfseminnar.