Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
17. febrúar 2018
Auglýst er eftir yfirlækni í hlutastarf á sviði eftirlits hjá Embætti landlæknis.
16. febrúar 2018
Náum áttum, forvarnahópur um velferð barna og ungmenna heldur morgunverðarfund á Grand hóteli miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 8.15 – 10.00.
15. febrúar 2018
Aukning var á fjölda einstaklinga sem greindust með staðfesta inflúensu í sjöttu viku ársins borið saman við vikuna á undan, töluverð aukning varð á fjölda inflúensu B greininga.
12. febrúar 2018
Á stofnfundi Stuðningsnets sjúklingafélaganna sem var haldinn nýlega flutti Birgir Jakobsson, landlæknir ávarp þar sem hann meðal annars undirstrikaði mikilvægi þess að sjúklingar væru virkir þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu.
8. febrúar 2018
Svipaður fjöldi greindist með staðfesta inflúensu í fimmtu viku ársins borið saman við vikuna á undan.
7. febrúar 2018
Nýtt verklag var um áramótin tekið upp hjá mæðravernd heilsugæslunnar við Rhesusvarnir, en þá var fyrirbyggjandi gjöf Rhesus mótefnis á meðgöngu innleidd hjá Rhesus D neikvæðum konum sem ganga með Rhesus D jákvæð börn.
5. febrúar 2018
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Suður-Kóreu dagana 9.–25. febrúar 2018. Ólympíuleikar fatlaðra verð haldnir þar í kjölfarið dagana 9.–18. mars 2018.
1. febrúar 2018
Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er kominn út á vef Embættis landlæknis.
Í síðustu viku (4. viku) greindist 41 einstaklingur með inflúensu sem er aukning borið saman við vikuna á undan. Mesta aukningin var af inflúensu B, en hún var staðfest hjá 29 einstaklingum.
Starfshópur sem skipaður var af fyrrverandi heilbrigðisráðherra hefur nú skilað tillögum um aðgerðir til að stemma stigu við vaxandi útbreiðslu kynsjúkdóma hér á landi.