Alþjóðlegur dagur alnæmis (AIDS) er haldinn árlega þann 1. desember. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á sjúkdómnum með fræðslu, minnast þeirra sem látist hafa vegna alnæmis og minna á baráttuna gegn fordómum og mismunun gagnvart fólki sem er HIV-smitað.