Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
29. apríl 2024
Land og skógur auglýsir eftir umsóknum frá félögum og samtökum um stuðning til skógræktar undir merkjum Vorviðar. Stuðningurinn er ætlaður til skógræktar á vegum almennra félaga og samtaka en ekki fyrirtækja eða stofnana. Einungis er veittur stuðningur í formi trjáplantna. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 5. maí.
17. apríl 2024
Við erum að leita að sérfræðingi í landupplýsingateymi Lands og skógar sem tekst á við fjölbreyttar áskoranir í gagnaöflun, vinnslu, greiningu, vistun og miðlun gagna. Starfið tilheyrir stoðsviði gagna, miðlunar og nýsköpunar.
16. apríl 2024
Þegar svalt er í veðri á útmánuðum og vorið lætur bíða eftir sér er gott að geta unnið við grænkandi og spírandi gróður. Um þetta leyti árs er unnið að spírunarprófunum hjá Landi og skógi í Gunnarsholti og í Vaglaskógi fara fram gæðaprófanir á skógarplöntum með meiru.
15. apríl 2024
Uppgræðsluverkefni bænda með styrk frá Landi og skógi ná yfir um 3.800 hektara á þessu ári. Alls fá 418 landgræðsluverkefni bænda styrk að þessu sinni.
8. apríl 2024
Ellefu starfsmenn frá Landi og skógi voru meðal þrjátíu þátttakenda á námskeiði um skógarvegi sem lauk á Hvanneyri í Borgarfirði sunnudaginn 7. apríl.
22. mars 2024
Bændablaðið ræddi nýlega við Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðstjóra endurheimtar vistkerfa hjá Landi og skógi. Þar kemur meðal annars fram að nú séu um fjögur hundruð bændur virkir í landgræðsluverkefnum með stofnuninni. Gústav segir tengslin og þekkinguna sem hafi orðið til í verkefninu Bændur græða landið vera til hagsbóta fyrir allt landgræðslustarf.
21. mars 2024
Mikil ánægja var meðal þátttakenda á Fagráðstefnu skógræktar sem lauk í Hofi á Akureyri í dag, á alþjóðlegum degi skóga. Hvatningarverðlaun skógræktar voru veitt í fyrsta sinn á ráðstefnunni og fyrstur til að hljóta verðlaunin var Sigurður Arnarson fyrir pistla sína um tré og skóga.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði á Búnaðarþingi nýjan vef Loftslagsvæns landbúnaðar. Á vefum má finna margvíslegt fræðsluefni sem varpar ljósi á loftslagsmál landbúnaðarins og gagnast bæði bændum og almenningi.
19. mars 2024
Um 140 þátttakendur eru skráðir á Fagráðstefnu skógræktar sem verður haldin í Hofi á Akureyri 20.-21. mars. Skógarauðlindin verður í fyrirrúmi í dagskrá fyrri dagsins en fjölbreytt erindi um skógarmálefni seinni daginn.
15. mars 2024
Hæsti styrkur Landbótasjóðs á þessu ári nemur 6,1 milljón króna. Umsóknir um styrki voru 98 talsins að þessu sinni og hlutu 92 verkefni styrk.