Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
13. ágúst 2009
Fyrir um mánuði síðan brann hið sögufræga hús Hótel Valhöll til grunna og brunnu og sviðnuðu nokkur tré í nágrenni rústanna. Trén hafa hitnað gífurlega vegna eldsins eru byrjuð að skjóta rótarskotum.
12. ágúst 2009
Dagana 18. - 20. ágúst nk. fer fram alþjóðleg ráðstefna um líforku, PELLETime symposium 2009, á Hallormsstað.
Skógræktarmenn voru á ferð í Haukadalsskógi og mældu nokkur gráelri og eru þau hæstu þeirra um 15 m há.
16. júlí 2009
Skógrækt ríkisins á Vesturlandi óskar eftir tilboðum í grisjun á Stálpastöðum í Skorradal.
Næstkomandi laugardag, þann 27. júní, verður hinn árlegi Esjudagur en sama dag verður boðið upp á fuglaskoðun í Vaglaskógi.
Í lok síðustu viku var hélt LÍS (Lesið í skóginn) námskeið fyrir svokallaða „græna leiðbeinendur“ hjá Vinnuskóla Reykjavíkur.
Starfsfólk Héraðs- og Austurlandsskóga og Skógræktar ríkisins á Austurlandi gerðu sér dagamun þann 25. júni, óku norður í land og gróðursettu tæplega 4.000 tré á Hólasandi.
Fyrir skömmu var byrjað að grafa fyrir væntanlegri kurlkyndistöð á Hallormsstað.
Skógrækt ríkisins og Elkem Ísland skrifuðu í gær undir samning um 1000 tonn af grisjunarviði úr íslenskum skógum í tilraunaverkefni þar sem ferskt viðarkurl er notað sem kolefnisgjafi í stað jarðefnaeldsneytis í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga.
Opinn dagur verður í Vaglaskógi, laugardaginn 18. júlí, frá kl. 14:00 - 17:00, í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Skógrækt ríkisins hóf starfsemi þar og fyrsti skógarvörðurinn var settur.