Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
21. maí 2024
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um sjálfbæra landnýtingu sem tekur gildi 1. september. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðsgátt í janúar og hafa þau tekið breytingum með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á samráðstímanum.
16. maí 2024
Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðaskógi á 20. ára afmæli í ár. Af því tilefni hefur verið efnt til lagakeppni. Frestur til að skila lögum inn í keppnina er til 25. maí.
15. maí 2024
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Ágúst Sigurðsson, forstöðumaður Lands og skógar, undirrituðu í dag, 15. maí, samning um framkvæmd Landgræðsluskóga til ársins 2030.
13. maí 2024
Endurheimt vistkerfa á landi hefur jákvæð áhrif á líf í ferskvatni, til dæmis stofna laxfiska í ám landsins sem Íslendingar bera ábyrgð á að vernda og efla.
Þótt aðeins séu liðin tæp 37 ár frá því að þær kynbætur hófust á lerki sem leiddu af sér hinn vaxtarmikla Hrym hefur þessi blendingur þegar gefið af sér smíðavið sem nýtilegur er í húsgagnasmíði.
7. maí 2024
Á ráðstefnu Vistfræðifélags Íslands (VistÍs) sem haldin var í nýliðnum mánuði kynnti vísindafólk frá Landi og skógi niðurstöður rannsókna á sambandi vatnshæðar og koltvísýringslosunar íslenskra mýra ásamt áhrifum breyttrar landnotkunar og vatnshæðar á mosa.
2. maí 2024
Enn er hægt að skrá sig á heimsþing IUFRO, stærstu alþjóðlegu skógvísindaráðstefnu heims sem fram fer í Stokkhólmi í sumar. Metfjöldi er þegar skráður á ráðstefnuna, yfir 4.000 fulltrúar hvaðanæva úr heiminum. Kynjahlutfallið er gott því 45% skráðra þátttakenda eru konur.
30. apríl 2024
Í samvinnu við Land og skóg efndi ferðaþjónustufyrirtækið Midgard á Hvolsvelli til gróðursetningar á birkiplöntum í blíðuveðri miðvikudaginn 24. apríl á svæði sem fyrirtækið hefur tekið að sér til endurheimtar birkivistkerfis. Gróðursettar voru um 800 birkiplöntur.
29. apríl 2024
Land og skógur auglýsir eftir umsóknum frá félögum og samtökum um stuðning til skógræktar undir merkjum Vorviðar. Stuðningurinn er ætlaður til skógræktar á vegum almennra félaga og samtaka en ekki fyrirtækja eða stofnana. Einungis er veittur stuðningur í formi trjáplantna. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 5. maí.
17. apríl 2024
Við erum að leita að sérfræðingi í landupplýsingateymi Lands og skógar sem tekst á við fjölbreyttar áskoranir í gagnaöflun, vinnslu, greiningu, vistun og miðlun gagna. Starfið tilheyrir stoðsviði gagna, miðlunar og nýsköpunar.