Fara beint í efnið
Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Frá plöntu til planka - Fagráðstefna skógræktar 2025

24. janúar 2025

Fagráðstefna skógræktar 2025 fer fram á Hótel Hallormsstað dagana 26. og 27. mars. Þema fyrri dags ráðstefnunnar að þessu sinni verður leiðin frá ræktun skógarplöntu í gróðrarstöð þar til trén eru felld til timburnytja. Opnað hefur verið fyrir tillögur að erindum og veggspjöldum fyrir seinni dag ráðstefnunnar.

Hótel Hallormsstaður. Ljósmynd: Hótel Hallormsstaður

Fagráðstefna skógræktar er haldin í samstarfi Lands og skógar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands. Ráðstefnan er eins og heitið gefur til kynna vettvangur þekkingarmiðlunar og umræðu í skógargeiranum. Ráðstefnan hefur verið haldin frá því um aldamótin og hleypur til milli landshluta frá ári til árs. Síðast var hún haldin á Akureyri og þar áður á Ísafirði.

Fyrirlestrar og umræður um eitt ákveðið þema mynda dagskrá fyrri dags ráðstefnunnar, sem að þessu sinni er „frá plöntu til planka“ og snýr einkum að framkvæmd nýskógræktar frá landvali til mismunandi skógarumhirðukerfa miðað við þær lokaafurðir sem stefnt er að. Seinni daginn er rými fyrir hvers kyns málefni sem tengjast skógum og skógrækt, rannsóknum, menntun, nýsköpun og tækni öllu sem lýtur að skógartengdum málefnum. Drög að þemadagskrá fyrri dagsins liggja fyrir með fyrirvara um breytingar. Dagskráin er birt hér með bráðabirgðatitlum erinda.

Drög að dagskrá Fagráðstefnu 26.-27. mars 2025

26. mars

9.45 Opnun ráðstefnu
10.00 Staða auðlindarinnar – Helena Marta Stefánsdóttir og Björn Traustason.
10.30 Sveitarfélög, skipulagsmál og skógrækt (gæðaviðmið um val á landi til skógræktar) – Birkir Snær Fannarsson
11.00 Skoski skógræktarstaðallinn – Gunnlaugur Guðjónsson
11.20 Jarðvinnslumálin og áhrif á jarðvegskolefni – Bjarni Diðrik Sigurðsson
11.40 Skógarplöntuframleiðslan: Hvað er að gerast? – Rakel J. Jónsdóttir

12.00 Hádegisverður

13.00 Síþekjuskógrækt og valhögg – Aksel Granhus
13.35 Kynning á stöðu timburvinnslu á Íslandi – Ólafur Eggertsson
13.55 Skógarhöggsvélin, úrvinnsla, kyndistöðvar o.fl. – Fulltrúi frá Tandrabretti
14.10 Pallborðsumræður: Hvað lærðum við í dag?

15.30 Heimsókn í Skógarafurðir í Fljótsdal (áætlað að koma til baka um kl. 18)

27. mars

Dagskrá í vinnslu, lýkur væntanlega um kl. 15 (flug til Reykjavíkur er kl. 16.05 og 19.30).

Viltu halda erindi eða sýna veggspjald?

Opnað hefur verið fyrir tillögur að erindum fyrir seinni dag ráðstefnunnar eða veggspjöldum sem verða til sýnis meðan á ráðstefnunni stendur.

  • Frestur til að skila tillögum að erindum: 18. febrúar

  • Frestur til að skila tillögum að veggspjöldum: 10. mars.

Tillögur sendist í tölvupósti á netfangið bjarni@lbhi.is.

Skráning

Skráning á ráðstefnuna hefst í febrúarmánuði.