Fara beint í efnið

Þjónusta Ísland.is

Rof á innskráningarþjónustu Ísland.is

Leiðbeiningar fyrir tæknifólk

Til að ekki verði rof á innskráningarþjónusta sem vefur ykkar notar þurfið þið að gera tæknilegar lagfæringar á vef ykkar.

Hvað þarf að gera?

 1. Ef verið er að nota islandis-login pakkann, þá þarf að skipta honum út fyrir þennan hér:
   https://www.npmjs.com/package/@island.is/login

 2. Ef verið er að nota islandis-auth pakkann frá Stefnu, þá þarf að skipta honum út fyrir þennan hér: https://github.com/stefna/islandis-auth

 3. Hér er uppfært innskráningardæmi fyrir .net.
  Pakkann má finna hér: https://github.com/digitaliceland/innskraningar-daemi 

 4. Ef önnur aðferð er notuð, þá eru þetta leiðbeiningar um það sem þarf að gera: 

Til að auðkenning virki hjá ykkur verðið þið að breyta skilríkinu sem er notað til að sannreyna skeytið (e. validate signiture). Þ.e.a.s það þarf að skipta út skilríkjaskránni sem notuð er og einnig þar sem borin eru saman gildi úr skilríkinu.  

Gildin í subject 

Nýju skeytin / búnaðarskilríkin hafa eftirafandi gildi í reitinum "subject": 

CN = Innskraning Island.is 
SERIALNUMBER = 6503760649 
OU = Auðkenning og undirritun 
OU = Bunadarskilriki 
C = IS 
O = Þjóðskrá Íslands 
OU = 20210702130510 

Gömlu gildin: 

CN = Innskraning Island.is 
SERIALNUMBER = 6503760649 
E = verk@island.is 
OU = Undirritun eða auðkenning  
OU = Bunadarskilriki 
O = Þjóðskrá Íslands 
C = IS 

Islandsrot: https://skrar.audkenni.is/skilrikjakedjur/islandsrot/Islandsrot.cer

Fullgilt audkenni: https://skrar.audkenni.is/skilrikjakedjur/islandsrot/Milliskilriki.cer 

Prófun á virkni nýs skilríkis

Hvernig er hægt að prófa að nota nýju búnaðarskírteinin áður en þeim verður skipt út hjá island.is kl.15 í dag ? 

Hægt er að prófa nýju búnaðarskírteinin með innskráningarþjónustu island.is með sérstakri prófunarslóð við innskráningu. Það er hægt til kl.15 í dag, en þá verður búnaðarskilríkinu skipt endanlega út. Prófunin er hægt að gera eftirfarandi: 

 1. Á vefsvæði sem nýtir innskráningaþjónustuna, velja innskráningu á aðgangsstýrpa síðu. T.d. https://minarsidur.island.is 

 2. Þegar innskráningasíðan opnast sem aðgangsstýrir inn á vefsvæðið, skal breyta slóðinni/urlinu með “/profun” viðbótar eins og sýnt hér fyrir neðan:

  Dæmi:
  https://innskraning.island.is/id=minarsidur.island.is&path=%3freturnUrl%3d%2fdefault.aspx

  Prófun verður https://innskraning.island.is/profun/id=minarsidur.island.is&path=%3freturnUrl%3d%2fdefault.aspx

 3. Þar eftir skal skrá sig inn á hefðbundinn hátt, t.d. með Skilríki í síma. Við það skráist viðkomandi á hefðbundinn hátt inn og í lok innskráningar beinir það notanda aftur á vefsíðuna sem aðgangsstýra á en í þetta sinn er SAML skeytið undirritað með nýja búnaðarskilríkinu. Villur við sannreyningu á búnaðarskilríkinu geta birst á margan hátt. T.d. vefsvæðið sem beint er á gefur villumeldingu eða notanda er vísað á innskráningarsíðuna upp á nýtt. 
  Athugið að án “/profun” viðbótarinnar verður SAML skeytið undirritað með gamla búnaðarskilríkinu. 


Tæknilegur aðili sem sér um viðhald og uppfærslur á vefsíðu ykkar mun þurfa að sjá um uppfærsluna á skilríkinu. Ef þið þarfnist frekari upplýsinga vinsamlegast hafið samband við island@island.is  

Tæknilegar upplýsingar fyrir innskráningarþjónustu 

https://island.is/innskraningarthjonusta/taeknilegar-upplysingar-taeknimenn 

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland