Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Forsjárlausir foreldrar, réttindi til fæðingarorlofs

Skilyrði fyrir umsókn

Það foreldri sem fer með forsjá barns verður að veita samþykki fyrir því að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem það hyggst vera í fæðingarorlofi. Liggi samþykki fyrir, getur forsjárlausa foreldrið átt rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk eftir því sem við á. 

Forsjárforeldrið getur veitt samþykki sitt á:

Umsókn og fylgigögn

Auk samþykkisins verður faðernisviðurkenning að fara fram og fæðingarvottorð barns að fylgja umsókninni. 

Fæðingarvottorð eru gefin út af Þjóðskrá, en faðernisviðurkenning getur farið fram: 

  • hjá sýslumanni

  • fyrir dómara í dómsmáli til feðrunar barns

  • með skriflegri yfirlýsingu og skal undirritun hennar staðfest af lögmanni eða tveimur vitundarvottum. Þar skal koma fram að útgefandi yfirlýsingarinnar hafi skrifað undir hana í viðurvist vottanna og þarf kennitala þeirra að fylgja með. 

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun