Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Fósturlát og andvana fæðing, réttindi til fæðingarorlofs

Foreldrar eiga rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu og vegna andvanafæðingar eftir 22 vikna meðgöngu. 

Fósturlát

Við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk í allt að 2 mánuði frá þeim degi sem fósturlátið átti sér stað.

Andvanafæðing

Við andvanafæðingu barns eftir 22 vikna meðgöngu eiga foreldrarnir sameiginlegan rétt á fæðingarorlofi eða fæðingarstyrk í allt að 3 mánuði frá þeim degi sem fæðingin átti sér stað.

Umsókn og fylgigögn

Vegna fæðingarorlofs (fyrir foreldra á innlendum vinnumarkaði):

Vegna fæðingarstyrks (fyrir foreldra í námi, án atvinnu eða í undir 25% starfi):

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun