Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Rekstrardagbók fyrir byggingakrana

Rekstrardagbók skal halda fyrir alla krana með skráningarbókstöfunum AB.

Í rekstrardagbók skal til að mynda skrá:

 • Allt reglubundið eftirlit sem mælt er fyrir um í handbókum frá framleiðanda
  viðkomandi krana og niðurstöður þessa eftirlits.

 • Allt viðhald, s.s. fyrirbyggjandi viðhald, viðgerðir vegna bilana, öll víraskipti og aðrar
  endurnýjanir á búnaði.

 • Allar uppsetningar á vinnustað og einnig hvar, hvenær og við hvaða verkefni er
  unnið.

 • Allar breytingar á búnaði krana.

 • Hæð masturs og lengd bómu.

 • Færslu brautar og breytingar á undirstöðu.

 • Slys, óhöpp eða næstum því slys vegna notkunar krana

Rekstrardagbókin skal vera í krananum eða í vörslu stjórnanda hans.

Eyðublað vegna rekstrardagbókar fyrir byggingakrana