Fara beint í efnið

Dómstólar og réttarfar

Ráðstöfunarfé til lífeyrisþega vegna fangelsisvistar

Afpláni lífeyrisþegi refsingu í fangelsi falla niður allar greiðslur Tryggingastofnunar til hans.

Sé lífeyrisþegi úrskurðaður í gæsluvarðhald eða sé hann á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun falla niður allar greiðslur Tryggingastofnunar til hans eftir fjögurra mánaða samfellt gæsluvarðhald eða dvöl.

Þegar bætur hafa verið felldar niður er heimilt að greiða ráðstöfunarfé. Hægt er að sækja um ráðstöfunarfé hjá Tryggingastofnun.

Þegar fangi lýkur afplánun á áfangaheimili, t.d. Vernd eða með rafrænu eftirliti, hefjast lífeyrisgreiðslur að nýju svo framarlega að réttur sé enn til staðar. Fari fangi aftur í fangelsi falla greiðslur niður frá fyrsta degi næsta mánaðar.

Umsókn um ráðstöfunarfé vegna fangelsisvistar

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun