Síðast uppfært 2.7.2020

Stafræn ökuskírteini

Ökuskírteini eru nú aðgengileg stafrænt í snjallsímum. Ökuskírteinið sannar að viðkomandi er með gilt ökuskírteini og á því koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum ökuskírteinum.

Ökuskírteini eru gefin út til einstaklinga samkvæmt reglugerð um ökuskírteini til þess að sýna og staðfesta ökuréttindi viðkomandi.

Sækja um stafrænt ökuskírteini

Hvernig sæki ég um?

 • Skráir þig inn í umsókina með rafrænum skilríkjum
 • Samþykkir að gögn séu sótt í ökuskírteinagrunn og sendir inn umsókn
 • Smellir á Stafrænt ökuskírteini
 • Lest leiðbeiningar sem birtast á skjánum
 • Skannar QR kóða  eða smellir á tengil (fyrir Android notendur er nauðsynlegt að setja veskisapp/snjallveski upp á símanum áður)
 • Samþykkir að passi vistist í snjallveski

Stafræn ökuskírteini eru fáanleg í síma með Android og iOS stýrikerfi.

Almennt um ökuskírteini

Útlit og efni ökuskírteinis á vef Samgöngustofu
Ökuréttindi á vef sýslumanna

Algengar spurningar

 • Sæktu veskisapp í símann þinn. Þú getur t.d. notað íslenska Smartwallet appið.
 • Opnaðu veskisapp og skannað QR kóðann hér að ofan eða ýttu á sækja ökuskírteinið.
 • Bættu skírteininu við í veskisappið í símanum þínum.
 • Þegar þú þarft að nota skírteinið þá opnar þú veskisappið og sýnir skírteinið.
 • Skannaðu QR kóðann úr skjalinu sem þú færð sent, með myndavélinni í símanum þínum eða ýttu á hnappinn sækja ökuskírteinið.
 • Smelltu á linkinn sem birtist og bættu skírteininu við í Apple Wallet appið í símanum þínum.
 • Þegar þú þarf að nota skírteinið þá opnar þú Apple Wallet appið og sýnir skírteinið.

Nei eins og er gildir stafræna ökuskírteinið bara á Íslandi.

Nei það er einungis hægt að hafa ökuskírteinið í einum síma. Ef það er sett upp á öðrum síma afvirkjast það í fyrsta tækinu.

Ef þú færð villu þegar þú hefur lokið umsókninni þá er það vegna þess að upplýsingar vantar í ökuskírteinagrunn, t.d. mynd. Líklega ert þú með gamalt ökuskírteini á pappír, gefið út fyrir 1998, en ekki nýrri plastkortin. Best er að hafa samband við sýslumann á þínu svæði til að endurnýja ökuskírteinið og fá nýju útgáfuna. Við það opnast möguleikinn á að fá stafrænt ökuskírteini.

Í Apple Wallet þarf að bæta ökuskírteininu við með því að smella á „Add“ efst í hægra horni. Þá getur veskis smáforritið sótt upplýsingar úr ökuskírteinaskrá

 

 

Markmið stafrænna ökuskírteina er að sanna ökuréttindi fyrir lögreglu.

Nei til þess að fá útgefið rafrænt skilríki hjá Auðkenni þarf að framvísa vegabréfi eða hefðbundnu ökuskírteini.

Það eru tvær leiðir til að sjá hvort skírteinið sé virkt í símanum

 1. Á strikamerkinu kemur fram dagsetning og tímasetning á því hvenær síðast var sannreynt að ökuskírteini var í gildi.
 2. Hægt er að sjá bakhlið ökuskírteinisins
  • Í iOS símum er það gert með því að smella á 3 punkta
  • Í Android símum er það gert með því að smella á „i“

Linkurinn til að sækja stafræna ökuskírteinið er aðeins virkur í 24 tíma eftir að hann er sendur. Eftir þann tíma þarf að sækja um aftur.