Fara beint í efnið

Ökuskírteini, almenn umsókn

Enginn má stjórna bifreið eða bifhjóli nema hafa til þess gilt ökuskírteini sem ríkislögreglustjóri gefur út. Sýslumenn annast útgáfu ökuskírteina í umboði ríkislögreglustjóra að lokinni könnun á því hvort skilyrðum til útgáfunnar sé fullnægt.

Bráðabirgðaskírteini eru gefin út til byrjanda og gilda til þriggja ára frá útgáfudegi. Önnur ökuskírteini eru gefin út til 15 ára eftir flokkum ökuskírteina og aldri umsækjanda.

Gjald fyrir ökuskírteini:

  • Gjald fyrir ökuskírteini (fullnaðarskírteini):

    • 8.000 kr. fyrir flokkana A, B, BE, C, CE, D og DE

    • 8.000 kr. til farþegaflutninga í atvinnuskyni

    • 4.000 kr. fyrir flokkana M og T

  • Fyrir bráðabirgðaökuskírteini – 4.000 kr.

  • Fyrir ökuskírteini 65 ára og eldri – 1.650 kr.

  • Fyrir alþjóðlegt ökuskírteini – 1.200 kr.

Sjá nánar um gjöld fyrir ökuskírteini í gjaldskrá á vef sýslumanna.

Tekið skal fram að sama gjald er fyrir samrit eða endurnýjun ökuskírteinis innan sama flokks.

Sækja um ökuskírteini