Fara beint í efnið

Akstur og bifreiðar

Ökuréttindi til að keyra létt bifhjól og vespur, AM-próf

Sækja um réttindi til að keyra bifhjól

Frá 15 ára aldri geta börn öðlast sótt um ökuréttindi til að aka léttum bifhjólum eða vespum. Sækja má um námsheimild hjá sýslumanni þremur mánuðum áður en aldursskilyrðum er náð. 

Með umsókninni þarf að fylgja passamynd.

Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða á við annan heilsufarsvanda að stríða sem getur haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni. 

Kostnaður

Ökuskírteini fyrir skellinöðrupróf kostar 4.000 krónur. 

Umsóknarferli

Sýslumaður sendir próftökuheimild til Frumherja og þá má umsækjandi hefja nám. Próf eru pöntuð hjá Frumherja.

Að loknu prófi getur ökumaður sótt bráðabirgðaakstursheimild til sýslumanns gegn framvísun staðfestingar frá prófdómara. Sækja um réttindi til að keyra bifhjól

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Lögreglan