Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Nýsköpunardagur hins opinbera 2024

Stafræn sveitarfélög í samstarfi við Ríkiskaup halda sameiginlega vorráðstefnu um opinbera nýsköpun.

Dagur: 15. maí (heilsdags viðburður)
Staður: Hilton Reykjavik Nordica
Viðfangsefni: Hið opinbera x Gervigreind
Skráning: HérÞessi viðburður er hluti af Iceland Innovation Week


Viðburður fyrir opinbera kaupendur sem ætla að ná lengra með gervigreind

Erindum á NHO24 er ætlað að veita opinberum kaupendum innblástur og hvetja til markvissrar hagnýtingar lausna sem byggja á gervigreind til að efla opinbera þjónustu.


Húsið opnar 8:30
Dagskrá hefst 9:10

Dagskrá fyrir hádegi: Opinber hagnýting gervigreindar

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir

Viðskiptaþróunar-, sölu- og markaðsstjóri Defend Iceland
Fundarstjóri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Opnunar ávarpÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gegnt embætti ráðherra Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála frá nóvember 2021. Áslaug er ötull talsmaður tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi og hefur unnið að framþróun aðgerðaráætlunar í gervigreind ásamt öðrum stefnum tengdum gagnahögun ríkisins. Hún mun í opnunarávarpi sínu fjalla um mikilvægi þessara þátta og hvernig þau geta stuðlað að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í stjórnsýslunni.

Niall McDonagh

Google
Director Public Sector Google Cloud EMEANiall McDonagh gegnir stöðu forstjóra opinbera geirans hjá Google Cloud EMEA. Áður en hann gekk til liðs við Google, vann Niall í yfir sextán ár hjá Microsoft þar sem hann hafði umsjón með skýjalausnum fyrir opinbera geirann, með sérstaka áherslu á heilbrigðisþjónustu og menntun. Hann hefur djúpa þekkingu og skilning á mikilvægi gervigreindar fyrir umbreytingu og nýsköpun í opinberri þjónustu, sem mun vera í brennidepli í erindi hans á ráðstefnunni.

Oliver Desquesses

Microsoft
GM Public sector, Western EuropeOliver Desquesses starfar sem almennur stjórnandi fyrir opinbera geira hjá Microsoft í Vestur-Evrópu. Áður en Oliver hóf störf hjá Microsoft, gegndi hann stöðu yfirmanns opinbera geirans fyrir EMEA hjá Google Cloud, þar sem hann stýrði vaxtarstefnu skýjalausna í heilbrigðis- og menntageiranum. Hann hefur jafnframt haft umsjón með opinbera geiranum í Suður-Evrópu, Mið-Austurlöndum og Benelux-löndunum fyrir Google. Oliver mun í sinni kynningu á ráðstefnunni leggja áherslu á hvernig samþætting gervigreindar við skýjalausnir getur skilað verulegum framförum í þjónustu við almenning.

Fredric Wall

Nvidia
Senior Director for Enterprise AI in EMEAFredric Wall er Enterprise AI Senior Director fyrir EMEA svæðið hjá NVIDIA, þar sem hann leiðir viðskiptaþróun fyrirtækisins.Áður en hann tók við núverandi hlutverki sínu, gegndi Fredric stöðu sölustjóra fyrir Suður-EMEA, þar sem hann starfaði með svæðisbundnum teymum að nýsköpun, þekkingu og aðlögun að stórum mörkuðum, og stýrði einnig fyrirtækjalausnum í Norðurlöndum og Benelux-löndunum. Fredric mun í sinni kynningu leggja áherslur á að byggja upp “compute” innviði til að styðja við innleiðingu á gervigreindarlausnum. Hann mun einnig veita innsýn í hvernig stofnanir geta nýtt sér háþróaða tölvuvinnslu og gagnamiðstöðvar til að knýja fram umbætur og skilvirkni í opinberri þjónustu.

Pallborðsumræður

  • Heiða Björg Hilmisdóttir (formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga)

  • Lilja Dögg Jónsdóttir (framkvæmdastjóri Almannaróms)

  • Niall McDonagh (Director Public Sector Google Cloud EMEA)

  • Oliver Desquesses (Microsoft GM Public sector, Western Europe)

  • Fredric Wall (Nvidia Senior Director for Enterprise AI in EMEA)

Kaffihlé kl. 10:50

Linda Heimisdóttir

Miðeind | OpenAI
Framkvæmdastjóri Miðeindar hjá OpenAILinda er í fararbroddi á Íslandi hvað varðar þróun og hagnýtingu gervigreindar og mun ræða tækifæri sem gervigreind býður upp á í þágu almannahagsmuna.

Benedikt Geir Jóhannesson

Skatturinn
Deildarstjóri gagnavísindaBenedikt hefur unnið að því að innleiða gervigreind í skattkerfinu til að auka réttlæti og skilvirkni, og mun hann fjalla um hagnýtingu slíkrar tækni í opinberri stjórnsýslu.

Gunnar Haukur Stefánsson

Ríkislögreglustjóri
Deildarstjóri hugbúnaðarþróunarGunnar Haukur er forystumaður í notkun gervigreindar í öryggismálum og mun hann útskýra mikilvægi tækninnar í löggæslu og þá sérstaklega í nýju appi sem hefur verið í þróun hjá þeim.

Adeline Tracz | Sigurður Þórarinsson

Landspítalinn
Leiðtogi umbreytinga og nýsköpunar | Nýsköpunar- og tæknistjóriAdeline og Sigurður hafa beitt gervigreind og nýsköpun á víðum grunni hjá LSH til að endurskipuleggja heilbrigðisþjónustu, auka gæði umönnunar og hámarka skilvirkni rekstrarins.

Sverrir Geirdal | Dr. Prof Morris Riedel

European Digital Innovation Hub & National competence center for HPC & AI
ForstöðumennSverrir og Dr. Morris deila því hvernig þau verkefni sem þeir veita forstöðu geta aðstoðað íslenskt samfélag við nýtingu háþróaðrar tækni og gervigreind okkur öllum til heilla.


Hádegismatur og tengslamyndun kl. 12:15


Dagskrá eftir hádegi: Stafræn sveitarfélög

Opnun

Heiða Björg Hilmisdóttir
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Stafræn sveitarfélög - ein heild sem vinnur í takt

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Formaður stafræns ráðs sveitarfélgaFjóla María Ágústsdóttir
Leiðtogi stafrænna sveitarfélagaSamvinna sveitarfélaga landsins í stafrænni umbreytingu hefur verið formleg síðan árið 2020 og leidd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Helstu áherslur hafa verið á að auka stafræna hæfni, notendavæna þjónustu við íbúa, nútímalega tæknilega innviði og samstarf við ríkið.Sveitarfélögin hafa hafa unnið þétt saman og deilt þekkingu sín á milli og lausnum. Sveitarfélögin hafa einnig markað sér stefnu í samstarfinu og í samstarfi við ríkið um samhæfða stafræna þjónustu og nýtingu þjónustulausna Ísland.is.

Stafrænt Ísland og samvinna við sveitarfélög

Birna Íris Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands

Umsóknarkerfi Ísland.is og miðlæg móttaka umsókna

Valdís Eyjólfsdóttir
Verkefnastjóri hjá AkraneskaupstaðHarpa Sólbjört Másdóttir
Upplýsingastjóri hjá AkraneskaupstaðBjörgvin Sigurðsson
Verkefna- og vörustjóri hjá stafrænum sveitarfélögum

Stafræn byggingarleyfi

Baldur Kristjánsson
KolibriAuður Ævarr Sveinsdóttir
Verkefnastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunStafræn byggingarleyfi eru nýtt notendaviðmót fyrir umsókn um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra og er ætlað að samræma verklag þvert á sveitarfélög. Verkefnið stuðlar að skilvirkri og gagnsærri stjórnsýslu og auknum gæðum í mannvirkjagerð, öryggi, eftirliti og rekjanleika. Verkefnið samræmist aðgerðaráætlun í málefnum sveitafélaga um stafræna umbreytingu.

Nýsköpun innan sveitarfélags

Sif Sturludóttir
Stafrænn leiðtogi MosfellsbæjarStafræni hópurinn hefur leitt stafrænu umbreytinguna í Mosfellsbæ síðastliðið ár. Hópurinn sér glasið ávallt barma fullt og ber virðingu fyrir fólki og verkefnum. Hópurinn blómstrar í nýsköpun og breytingum.Á fyrsta árinu voru fjölda mörg stafræn verkefni innleidd ásamt því að breyta verklagi og virkja fólk til að nýta tæknina.

Gervigreindarlausnir stafrænna sveitarfélaga

Hrund Valgeirsdóttir
Verkefnastjóri hjá Stafrænum sveitarfélögumStafrænt umbreytingateymi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur leitt innleiðingu tveggja gervigreindalausna fyrir sveitarfélögin sem báðar nýta ChatGPT tæknina. Annars vegar lausn fyrir sveitarfélögin sem íbúar geta nýtt og hins vegar lausn fyrir sambandið sem starfsfólk sveitarfélaga geta nýtt.

Kaffihlé kl. 14:40

Stafræn bókasöfn

Ingimar Þór Friðriksson
Forstöðumaður UT deildar KópavogsbæjarKynnt verður ný lausn fyrir bókasöfn þar sem lánþegar geta í gegnum sérstaka Greiðslugátt greitt dagsektir, keypt bókasafnskort og sótt rafræn kort sjálfir, án aðkomu starfsmanna bókasafnsins. Um er að ræða verkefni sem Kópavogsbær hefur leitt í samvinnu við Landskerfi bókasafna og með aðkomu annarra áhugasamra sveitarfélaga.Greiðslugáttin er nú þegar aðgengileg á vef Bókasafns Kópavogs og er hún einnig sett upp með aukinni virkni á snertiskjám bókasafnsins. Rætt verður um ferli verkefnisins og næstu skref. Kynnt verðu með hvaða hætti önnur bókasöfn á Íslandi geta innleitt lausnina á einfaldan og skilvirkan hátt.

Microsoft 365 innspýting

Birgir Lúðvíksson
Stafrænn leiðtogi hjá ReykjavíkurborgFarið verður yfir hvernig Reykjavíkurborg nýtir Power Automate í hinum ýmsu verkefnum, stórum sem smáum. Veitt er innsýn í tæknihögun og flæði ferils vel valinna verkefna.

Lok NHO24

Þórdís Sveinsdóttir
Sviðsstjóri þróunar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélagaGervigreind
Hagnýt tækninýjung

Kokteill og tengslamyndun kl. 16:00


  • Takmarkað sætaframboð

  • Verð á Nordica (matur og drykkir innifalið): 8.900 kr.

  • Verð í streymi: 2.900 kr.

Skráning á vef Stafrænna sveitarfélaga

Þjónustuaðili

Fjár­sýslan

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

fjarsyslan@fjarsyslan.is