Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Nýsköpunardagur hins opinbera 2023

NHO23

Nýsköpunardagur hins opinbera 2023

Þriðjudaginn 23. maí kl. 9:00-13:00
Veröld – hús Vigdísar (Auðarsalur) og í streymi
Þema: „Nýsköpun í opinberum sparnaði“

Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.

Sprota- og nýskapandi fyrirtæki verða í aðalhlutverki með kynningum á nýjum og spennandi sparnaðarlausnum ásamt mikilvægum fróðleik um opinber innkaup á nýsköpun.

Í kjölfar kynninga gefst færi á tengslamyndun milli fyrirtækja og opinberra aðila til að ræða leiðir að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í opinberum rekstri.

Dagskrá

Léttar veitingar og kaffi fyrir þau sem mæta snemma og kaffihlé kl.10:15. Beint streymi verður í boði frá viðburðinum. Streymishlekkur verður sendur í tölvupósti á degi viðburðar.

Fullbókað er í salinn. Hægt er að fylgjast með viðburðinum í streymi.

Upptaka frá NHO23

Þjónustuaðili

Fjár­sýslan

Fjársýslan

Afgreiðslutími

Mánudaga-fimmtudaga kl. 9-15
föstudaga kl. 9-13

Sími: 545 7500

|

Katrínartún 6

|

105 Reykjavík

|

kt. 540269-7509

|

fjarsyslan@fjarsyslan.is