Fara beint í efnið

Einfalt meðlag frá 1. janúar 2021 er 36.845 kr. 

Þegar barn býr hjá öðru foreldri sínu, getur það foreldri farið fram á meðlag fá hinu foreldrinu.

Barn á rétt á framfærslu frá báðum foreldrum sínum, meðlag er ætlað til að fæða. klæða og sjá barni fyrir húsnæði. Það er ekki hægt að gera samning um að ekki verði greitt meðlag með barni.

  • Einfalt meðlag er oft kallað lágmarksmeðlag. Einfalt meðlag er jafnhátt barnalífeyri og er upphæð þess endurskoðuð árlega.

  • Ekki er hægt að semja eða ákveða lægra meðlag á mánuði en einfalt meðlag og meðlag má ekki vera til skemmri tíma en til 18 ára aldurs barns.

  • Aukið meðlag er það meðlag kallað sem er hærra en lágmarksmeðlag.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn