Fara beint í efnið

Lokunarstyrkir, viðspyrna vegna COVID-19

Rekstrarstyrkir til þeirra sem gert var skylt að láta af starfsemi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, allt að 2,4 milljónir króna.

  • 2,4 milljónir króna hámarksstyrkur

  • 2,5 milljarðar króna áætlað heildarumfang

  • 800 þúsund krónur hámark á hvern starfsmann

Lokunarstyrkir eru ætlaðir fyrirtækjum sem skylt var að loka vegna samkomubanns. Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktarstöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, húðflúrstofur, söfn, spilasali, sundlaugar og tannlækna.

Útborgun styrkja

Styrkir verða greiddir út fljótlega eftir að umsókn hefur verið skilað til Skattsins og aldrei síðar en tveimur mánuðum eftir að fullnægjandi umsókn var skilað í rafræna umsóknarkerfinu.

Hægt verður að sækja um styrkinn til 1. september 2020 en ekki eftir það.