Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Löggilding ökukennara

Umsókn um löggildingu ökukennara

Til þess að sjá um kennslu í akstri bifreiða og bifhjóla þarf að sækja um löggildingu ökukennara til sýslumanns í því umdæmi þar sem umsækjandi býr.  

Löggilding gildir í fimm ár, þó ekki lengur en umsækjandi hefur ökuréttindi.

Skilyrði

  • Að vera orðinn 21 árs.

  • Að hafa ekið bifreið að staðaldri síðustu þrjú árin.

  • Að hafa staðist sérstakt próf fyrir ökukennara að afloknu ökukennaranámi.

Heimilt er að synja manni um löggildingu til ökukennslu hafi hann verið dæmdur í sakamáli fyrir brot sem varðar sviptingu löggildingar.

Fylgigögn

  • Prófskírteini

  • Læknisvottorð

 Kostnaður

Fyrir löggildingu þarf að greiða 3.000 krónur.  

Sýslumaður pantar sakavottorð og fyrir það greiðast 2.500 krónur.  

Nýtt ökuskírteini kostar 8.000 krónur fyrir yngri en 65 ára en 1.650 krónur fyrir 65 ára og eldri. 

 Lesa má nánar um löggildinguna í kafla VIII í reglugerð um ökuskírteini.


Endurnýjun löggildingar

Endurnýja þarf löggildingu ökukennara á 5 ára fresti. 

Skilyrði

  • Að viðkomandi fullnægi enn skilyrðum til útgáfu löggildingar

  • Að viðkomandi hafi á löggildingartímabilinu sótt endurmenntunarnámskeið og stundað ökukennslu samkvæmt staðfestingu Samgöngustofu

 Fylgigögn

  • Læknisvottorð

  • Staðfesting Samgöngustofu um ökukennslu

Kostnaður

Fyrir endurnýjun löggildingu þarf að greiða 3.000 krónur.  

Sýslumaður pantar sakavottorð og fyrir það greiðast 2.500 krónur.  

Nýtt ökuskírteini kostar 8.000 krónur fyrir yngri en 65 ára en 1.650 krónur fyrir 65 ára og eldri. 

Samgöngustofa getur afturkallað starfsleyfi ökukennara ef skilyrðum fyrir útgáfu leyfis er ekki lengur fullnægt.

Umsókn um löggildingu ökukennara

Þjónustuaðili

Sýslu­menn