Fara beint í efnið

Kynningar- og fræðslustyrkir félagasamtaka

Utanríkisráðuneytið í samstarfi við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu auglýsir eftir umsóknum um styrki til kynningar- og fræðsluverkefna samtaka sem miða að því að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti mánudaginn 11. janúar 2021

Hlutverk styrkjanna er að vekja athygli á þróunarsamvinnu og hvetja almenning til að taka þátt í þróunarverkefnum. Samstarf fólks og félaga á ólíkum sviðum stuðlar að árangursríku starfi og styður heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Styrkhæf félagasamtök 

Eingöngu íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu eru styrkhæf. Þau þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • Vera skráð í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra sem félagasamtök, skv. rekstrarformi eða starfs­greina­flokkun, eða vera skráð sem félag til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri.

  • ekki vera rekin í hagnaðarskyni (e. non-profit),

  • hafa sett sér lög og skipað starfandi stjórn,

  • félagsmenn, styrktaraðilar eða stuðningsaðilar séu minnst 30 talsins,

  • hafa lagt fram staðfestan ársreikning,

  • uppfylla kröfur Ríkisendurskoðunar um meðferð og vörslu fjármuna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.

Verkefnin skulu koma til framkvæmdar á Íslandi og hafa alþjóðlega þróunarsamvinnu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.  

Styrkfjárhæðir

Til úthlutunar að þessu sinni eru allt að 30 milljónir króna. Ekki eru skilgreindar hámarksupphæðir til einstakra verkefna. 

Hvernig sækjum við um?

Umsókn skal send til utanríkisráðuneytisins í gegnum þjónustugáttina hér á Ísland.is. Umsóknarkerfið krefst rafrænnar auðkenningar með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsækjandi þarf að hafa formlegt umboð frá samtökunum til þess að sækja um. 

Í umsókn skal meðal annars lýsa markmiðum verkefnis, áætlun um framkvæmd þess, og tíma- og kostnaðaráætlun. 

Umsækjendum er bent á að nýjar reglur um styrkveitingar til félagasamtaka, verklagsreglur og upplýsingar um gögn umsóknar er að finna á www.utn.is/felagasamtok

Umsóknarfrestur

Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti mánudaginn 4. janúar 2021.

Úthlutun styrkja

Úthlutun styrkja fer eftir þeim skilmálum sem fram koma í reglum ráðuneytisins um styrkveitingar, verklagsreglum og leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar.

Um styrkveitingar til samstarfsverkefna atvinnulífs gilda lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og reglugerð nr. 642/2018 um styrkveitingar ráðherra.

Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengu áliti matshóps. 

Óskir um nánari upplýsingar og frekari fyrirspurnir skal senda á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.is.

Umsókn um kynningar- og fræðslustyrk