Fara beint í efnið

Heilbrigðismál

Kvartanir og kærur

Kvartanir og kærur almennings vegna heilbrigðisþjónustu eru misjafnlega umfangsmiklar og alvarlegar, allt frá kvörtunum yfir vandræðum í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk til alvarlegra mála vegna mistaka.

Kvartanir og kærur

Landlæknisembættið og nefnd um ágreiningsmál taka við kvörtunum og kærum vegna meðferðar á heilbrigðisstofnunum. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fást á vef Landlæknisembættis.

Ef kvarta á yfir þjónustu á heilbrigðisstofnun skal hafa samband við yfirstjórn viðkomandi stofnunar. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fást á vef Landlæknisembættis.

Ef mistök eða óhapp verður við meðferð eða aðgerð innan opinberrar heilbrigðisþjónustu getur sjúklingur leitað til Sjúkratrygginga Íslands eftir sjúklingatryggingabótum.

Ef mistök eða óhapp verður á einkastofu læknis, tannlæknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna getur sjúklingur leitað bóta hjá tryggingafélagi heilbrigðisstarfsmannsins.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Embætti Land­læknis