Fara beint í efnið

Kvaðaarfur, aftur sem er bundinn ákveðnum skilyrðum

Sá sem lætur eftir sig arf getur almennt ekki gefið fyrirmæli um eða lagt kvaðir á það hvernig skylduerfingi hans (maki eða niðjar) megi ráðstafa arfinum.

Sérstök heimild er þó til þess að setja slík skilyrði í erfðaskrá ef erfinginn telst ófær um að annast fjármál sín eða talin er hætta á að hann muni fara ráðleysislega með arfinn.

Arf sem ekki er skylduarfur, má binda kvöðum í erfðaskrá og gilda sömu reglur um niðurfellingu þeirra kvaða, nema annað sé tekið fram í erfðaskránni.

Skilyrði

Skilyrðin geta til dæmis verið þau að

  • settur sé fjárhaldsmaður yfir arfinum

  • að erfingjanum verði greidd ákveðin upphæð af arfinum með vissu millibili

  • að arfinum megi aðeins ráðstafa til kaupa á fasteign, greiðslu á leigu og svo framvegis

Þessi skilyrði verða aðeins gild ef sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra samþykkir þau.
Það er skrifstofa embættisins á Siglufirði sem ákvarðar um staðfestingu eða niðurfellingu kvaða sem settar hafa verið á arf.

Erindi skal senda til: 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, Gránugötu 4-6, 580 Siglufirði.

Niðurfelling kvaðar

Sýslumanni er heimilt að fella niður kvaðir á arfi að nokkru eða öllu leyti þegar erfingi hefur náð 21 árs aldri og getur sýnt fram á að skilyrði kvaðarinnar séu ekki lengur fyrir hendi. Viðkomandi erfingi þarf þá að hafa samband við skrifstofu embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, á Siglufirði og leggja fram þau gögn sem til þarf.

Ef sýslumaður fellir ekki niður kvaðir á arfinum, þá falla þær niður þegar erfinginn deyr.

Kærufrestur

Hægt er að kæra ákvörðun sýslumanns um staðfestingu eða niðurfellingu kvaða á arfi til innanríkisráðuneytisins innan þriggja mánaða fá ákvörðuninni.


Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Sýslu­mað­urinn á Norð­ur­landi eystra