Ef lögmaður með virk lögmannsréttindi ætlar ekki að starfa í faginu um einhvern tíma getur hann lagt inn réttindi sín til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Á meðan réttindin liggja inni eru þau óvirk og lögmaður þarf ekki að uppfylla þær skyldur sem lagðar eru á lögmenn.
Ferlið
Til að leggja inn lögmannsleyfið þarf að fylla út tilkynningu og senda í tölvupósti á logmenn@syslumenn.is
Frumrit af leyfisbréfinu þarf að senda með bréfpósti til
Sýslumannsins á Norðurlandi eystra
Gránugötu 4-6
580 Siglufirði
Þegar sýslumaður hefur móttekið þessi gögn er innlögnin auglýst í Lögbirtingarblaðinu og tilkynning send til Lögmannafélags Íslands.
Lögmaður getur óskað eftir því að fá leyfið aftur án takmarkana og endurgjalds ef hann uppfyllir skilyrði þess að vera lögmaður.
Lög og reglugerðir
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra