Fara beint í efnið

Stofnun

Heil­brigðis­eft­irlit Hafn­ar­fjarðar, Garða­bæjar og Kópa­vogs

Hundahald

Þeir sem þess óska geta haldið hunda að uppfylltum ýmsum skilyrðum, meðal annars um heilbrigði dýranna og umgengni. Hundaeigendum ber að sjá til þess að dýrin valdi öðrum ekki ónæði og heilbrigðiseftirlitið fylgir eftir ábendingum sem berast um að ekki sé staðið við sett skilyrði.

Til að umsókn verði afgreidd þurfa eftirtalin gögn að fylgja:

  • Staðfesting á síðustu ormahreinsun.

  • Staðfesting (vottorð) um örmerkingu.

  • Skriflegt samþykki meðeigenda í fjölbýlishúsi (ef við á).

  • Vottorð um að leyfishafi hafi lokið námskeiði í hundauppeldi (ef við á). Fylgi slíkt vottorð er heimilt að lækka gjöld vegna skráningarinnar.

Krafa verður send í heimabanka. Skráningarskírteini ásamt plötu í hálsól, þar sem fram kemur nafn og númer hunds, heimilisfang og símanúmer eiganda verður sent í kjölfar þess að greiðsla hefur borist og staðfesting á örmerkingu og ormahreinsun.

Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur

Skráning hunds í Hafnarfirði, Garðabæ eða Kópavogi

Stofnun

Heil­brigðis­eft­irlit Hafn­ar­fjarðar, Garða­bæjar og Kópa­vogs