Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Forsjá við skilnað og sambúðarslit

Eitt af því sem foreldrar þurfa að ákveða við skilnað eða sambúðarslit er hvernig forsjá barna þeirra skuli háttað. 

Fyrsta skrefið

Panta þarf viðtalstíma hjá sýslumanni vegna skilnaðar og sambúðarslita. Heimilt er að viðtöl fari fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað. Í fyrsta viðtali er meðal annars fengin fram afstaða hvors foreldris til forsjár barns eftir skilnað eða sambúðarslit. Til þess að sýslumaður geti gefið út skilnaðarleyfi eða staðfest samning vegna sambúðarslita, þurfa foreldrar að vera sammála um forsjá barns og um önnur atriði sem ákveða þarf við skilnað og sambúðarslit.

Samkomulag um forsjá

Liggi fyrir samkomulag foreldra um forsjá og aðra þætti sem semja þarf um við skilnað og sambúðarslit, gefur sýslumaður út leyfi til skilnaðar eða staðfestir samkomulag foreldra um forsjá, lögheimili og meðlag vegna sambúðarslita. Sýslumaður tilkynnir Þjóðskrá Íslands um hvernig forsjá verður háttað í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.

Ágreiningur um forsjá

Komi upp ágreiningur um forsjá barns við skilnað eða sambúðarslit, er foreldrum skylt að reyna að ná samkomulagi og býður sýslumaður foreldrum upp á sáttameðferð, í því skyni. Komist foreldrar ekki að samkomulagi um forsjá með aðstoð sáttamanns þurfa þeir að leita til dómstóla og höfða forsjármál eða eftir atvikum skilnaðarmál, þar sem gerð er krafa um breytingu á forsjá. Dómari getur dæmt að forsjá skuli áfram vera sameiginleg eða að annað foreldri fari eitt með forsjá. Dómstóllinn tilkynnir Þjóðskrá Íslands um hvernig forsjá er háttað þegar niðurstaða málsins liggur fyrir. 

Sýslumenn

Sýslu­menn