Foreldri, sem fer eitt með forsjá barns síns og stjúpforeldri barns geta samið um að fara sameiginlega með forsjá þess. Stjúpforeldri er sá sem er í hjúskap með forsjárforeldri eða skráðri sambúð. Sambúð þarf að hafa verið skráð í þjóðskrá í eitt ár.
Samningur um forsjá stjúpforeldris hefur mikla lagalega þýðingu og sýslumaður verður að staðfesta slíkan samning til þess að hann öðlist gildi. Sýslumaður leitar umsagnar forsjárlausa foreldrisins í þeim tilvikum.
Réttindi og skyldur
Réttarstaða stjúpforeldris sem fer með forsjá barns er ekki alfarið sambærileg við réttarstöðu foreldris enda um afleidda forsjá að ræða.
Stjúpforeldri ber að framfleyta stjúpbarn sitt á meðan á samvistum við kynforeldri varir
Við andlát forsjárforeldris helst forsjá barns hjá stjúpforeldri
Við skilnað/sambúðarslit helst forsjá óbreytt, nema annað sé ákveðið
Framfærsluskylda stjúpforeldris fellur niður við samvistaslit nema forsjá haldist hjá stjúpforeldri og annað kynforeldra er látið
Við samvistaslit á stjúpforeldri ekki endilega sama rétt til umgengni við barn og kynforeldri Þó er hægt að gera samning um umgengni, sé það talið barninu fyrir bestu
Sýslumenn
Sýslumenn