Fara beint í efnið

Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis

Ferðagjöf til einstaklinga

Persónuverndarstefna

Þegar smáforritið Ferðagjöf er notað eru skráðar upplýsingar um símanúmer í gagnagrunn sem vistaður er á gagnasvæði á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Þá eru jafnframt vistaðar upplýsingar um hvar notandi greiddi með ferðagjöf. Í þeim tilfellum að gjöfin er send áfram þarf notandi að gefa upp netfang og nafn í því skyni að hafa samband við notendur um ónýtta inneign til þess að notendur verði ekki af fjármunum. Upplýsingar um kennitölur eru hins vegar ekki sendar vinnsluaðila. Þess í stað er notast við einkvænt ópersónugreinanlegt ID númer.

Upplýsingarnar verða nýttar í þeim tilgangi að hafa yfirsýn yfir nýtingu og dreifingu útgefinna ferðagjafa á gildistíma þeirra, sbr. lög um Ferðagjöf, frá 12.júní 2020. Upplýsingar í grunninum verða aðeins notaðar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í þeim tilgangi að sannreyna nýtingu Ferðagjafar.

Í tengslum við viðbótarþjónustu kann smáforritið að óska eftir aðgangi að frekari upplýsingum frá notendum, s.s. myndavél, hljóðnema, mynd og tengiliðum, eingöngu og aðeins í þeim tilvikum sem notandi sjálfur óskar eftir og samþykkir sérstaklega. Á þetta við í þeim tilvikum sem notandi ákveður að gefa gjöf sína til annars aðila, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga um ferðagjöf, en þá er í boði að taka upp myndbandskveðju sem send er með gjöfinni. Almennt er aðgangur að slíkum gögnum ekki nauðsynlegur til notkunar á gjöfinni.

Skráning upplýsinganna í gagnagrunninn og vinnsla þeirra í smáforritinu er til að uppfylla lagaskyldu samkvæmt lögum um ferðagjöf og samkvæmt ríkisstyrkjareglum EES-samningsins og byggist þess vegna á 3. og 5. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, er ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga vegna ferðagjafarinnar. Gagnagrunnurinn telst eign og er á ábyrgð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins en er hýstur hjá YAY ehf. Upplýsingar úr grunninum ekki veittar öðrum nema samkvæmt lagaskyldu. Hægt er að hafa samband við ráðuneytið í síma 5459700 eða á tölvupóstfangið anr@anr.is.

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Stjórnarráði Íslands má finna í persónuverndarstefnu þess, svo sem um varðveislutíma og réttindi einstaklinga, https://www.stjornarradid.is/medferd_personuupplysinga. Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá YAY ehf. sem þróar og þjónustar Ferðagjöf skv. samningi við stjórnvöld má finna í persónuverndarstefnu fyrirtækisins, https://www.yay.is/Docs/Privacy.

Þjónustuaðili

Ferða­mála­stofa