Fara beint í efnið

Endurútgefið ökuskírteini

Ef ökuskírteini glatast eða það hefur skemmst eða slitnað svo að áritanir, númer, stimplar, ljósmynd eða þess háttar verður ekki staðreynt þegar í stað, eða ökuskírteinið hefur að öðru leyti skemmst, skal handhafi skírteinisins sækja um að fá útgefið samrit þess.

Umsókn um samrit ökuskírteinis má afhenda lögreglustjóra, óháð því hvar umsækjandi hefur búsetu.

  • Umsókn skal fylgja ljósmynd.

  • Ef ökuskírteini hefur glatast skal umsækjandi undirrita yfirlýsingu um það.

  • Finnist hið glataða ökuskírteini skal það þegar afhent lögreglu.

  • Skemmt ökuskírteini skal afhent lögreglu þegar samrits er beiðst.

  • Sá sem hefur fasta búsetu hér á landi og hefur ökuskírteini sem gefið er út í ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu getur fengið útgefið samrit.

  • Saknæmt er að gefa rangar eða ósannar upplýsingar um að ökuskírteini hafi skemmst eða glatast.

Umsókn um samrit ökuskírteinis