Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Um dvalarleyfi

Útlendingar frá ríkjum utan EES/EFTA þurfa að fá útgefið dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun ef þeir vilja dvelja á Íslandi lengur en þrjá mánuði.

Ríkisborgarar EES/EFTA ríkja þurfa ekki dvalarleyfi til að búa á Íslandi en verða að skrá sig hjá Þjóðskrá Íslands ef þeir vilja dvelja á Íslandi lengur en þrjá mánuði.

Aðstandandi EES/EFTA borgara, sem er ekki ríkisborgari EES/EFTA ríkis sjálfur, þarf að fá útgefið dvalarskírteini hjá Útlendingastofnun til að búa á Íslandi.

Almennt um dvalarleyfi

Umsóknum um dvalarleyfi ásamt fylgigögnum á að skila til Útlendingastofnunar eða á skrifstofu sýslumannsembættis utan höfuðborgarsvæðisins.

Útlendingastofnun

Dalvegur 18, 201 Kópavogur.

Sími: (+354) 444-0900

Sýslumenn – vefur sýslumanna

Upplýsingar af vef Útlendingastofnunar

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun

Tengt efni