Fara beint í efnið

Launþegi, réttindi og lífeyrir

Dagpeningar og lífeyrir

Verði maður óvinnufær vegna alvarlegra veikinda eða slysa, geta þeir sem eiga lögheimili hér á landi átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands eða Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt lögum.

Sjúkra- og slysadagpeningar

Sjúkradagpeningar eru greiddir sjúkratryggðum einstaklingi 16 ára eða eldri sem verður óvinnufær og launalaus vegna veikinda.

Sjúkratryggingar greiða slysadagpeninga verði slysatryggður einstaklingur óvinnufær vegna slyss. Sé hinn slasaði á launum, renna slysadagpeningar til launagreiðanda.

Sjúkrahjálp

Valdi bótaskylt slys sjúkleika og vinnutjóni greiða Sjúkratryggingar nauðsynlegan kostnað vegna lækninga, ýmist að fullu eða hluta.

Sjúkrahjálp á vef Slysatrygginga

Endurhæfingarlífeyrir

Heimilt er að greiða einstaklingi endurhæfingarlífeyri tímabundið þegar ekki verður séð hver varanleg örorka verður eftir slys eða sjúkdóm.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun