Fara beint í efnið

Samfélag og réttindi

Alþingiskosningar 2021 - atkvæðagreiðsla fyrir fólk í sóttkví eða einangrun

Kjósendur sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19 mega ekki greiða atkvæði á almennum kjörstöðum eða utankjörfundarstöðum. Til að þessir kjósendur geti greitt atkvæði í kosningum til Alþingis 25. september hefur verið sett sérstök reglugerð í samráði við sóttvarnayfirvöld.

Atkvæðagreiðsla á sérstökum kjörstöðum getur hafist 20. september en opnunar- og lokunartími hvers kjörstaðar er mismunandi eftir umdæmum.

Leiðbeiningar fyrir kjósendur

Til að aðstoða kjósendur í sóttkví eða einangrun að átta sig á því hvar og hvernig þeir geta kosið er kjósendum í sóttkví eða einangrun boðið að svara einföldum spurningum. Spurningarnar eru eingöngu til að leiðbeina kjósandanum um framkvæmdina og því er hvorki beðið um nafn né kennitölu eða neinar persónupplýsingar varðveittar.

Leiðbeiningar fyrir kjósendur

Bílakosning í mínu kjördæmi

Kosið úr bílnum

  • Kjósandi í einangrun eða sóttkví getur komið akandi á sérstakan kjörstað vegna Covid-19. Ekki þarf að tilkynna eða skrá sig fyrirfram til að kjósa þar.

  • Kjósanda er óheimilt að opna dyr eða glugga bifreiðarinnar.

  • Kjósandi verður að vera einn í bíl. Hvorki mega vera börn né aðrir fullorðnir í bíl kjósandans.

  • Kjósandi þarf að gera kjörstjóra (starfsmanni sýslumanns) grein fyrir sér með því að sýna skilríki með mynd.

  • Kjósandi gerir síðan kjörstjóra grein fyrir hvaða framboði hann vill greiða atkvæði sitt án þess að annar en kjörstjóri sjái eða heyri. Gott er að hafa með sér blað og skriffæri.

Skoða lista með sérstökum kjörstöðum í mínu kjördæmi

Umsókn um að greiða atkvæði á dvalarstað

  • Ef kjósandi í sóttkví eða einangrun kemst ekki á sérstakan kjörstað, á hann þess kost að biðja um atkvæðagreiðslu á dvalarstað.

  • Kjósandi í sóttkví eða einangrun þarf að sýna fram á staðfestingu sóttvarnayfirvalda á að hann sé í einangrun eða sóttkví fram yfir kjördag.

  • Kjósandi í sóttkví þarf auk þess að tilgreina ástæður þess að hann kemst ekki á sérstakan kjörstað. Kjósandi í einangrun þarf ekki að gera það.

  • Vakin er sérstök athygli á því að kjósanda sem er í einangrun er heimilt að greiða atkvæði í bílakosningu á sama hátt og þeim sem eru í sóttkví.

Sækja um að greiða atkvæði á dvalarstað

Hafa samband

Ef eitthvað er óljóst er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið covidkosning@dmr.is

Þjónustuaðili

Sýslu­menn