Síðast uppfært 24.4.2020

Viðbótarlán

Vegna heimsfaraldurs Covid-19 standa mörg fyrirtæki frammi fyrir miklu tímabundnu tekjufalli og lausafjárvanda. Til að bregðast við þessu verður stutt við fyrirtæki með viðbótarlánum sem hafa ríkisábyrgð.

Lánastofnanir veita fyrirtækjum lánin, að uppfylltum tilteknum skilyrðum en Seðlabanki Íslands fer með framkvæmd ábyrgðakerfisins.

Markmið og umfang

  • Viðbótarlán verður að veita fyrir lok árs 2020 og hámarkslánstími frá útgáfu er 18 mánuðir
  • Ábyrgð á einstökum viðbótarlánum verður að hámarki 70%
  • Lán til einstaks aðila munu geta að hámarki numið tvöföldum árslaunakostnaði árið 2019
  • launakostnaður félags verður að lágmarki hafa verið 25% af heildarrekstrarkostnaði þess árið 2019
  • Lán sem nýtur ábyrgðar getur hæst numið kr. 1,2 milljarða króna

1,2

milljarðar krónur

að hámarki á fyrirtæki

70%

hámarks ábyrgð

18

mánuðir

hámarks lánstími

Endanlegt fyrirkomulag bíður nánari útfærslu milli Seðlabankans og lánastofnana og í kjölfarið gæti veiting viðbótarlána með ábyrgð ríkisins hafist hjá lánastofnunum. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki sæki um lánin hjá sínum lánastofnunum.