Síðast uppfært 24.4.2020

Stuðningslán

Stuðningslánum er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika

Markmið og umfang

 • Markmið lánanna er að vinna gegn lausafjárvanda sem leitt gætir til uppsagna og enn frekari efnahagssamdráttar
 • Ríkið mun veita stuðningslánin í gegnum viðskiptabankana
 • Lánin nýtast minni aðilum sem orðið hafa fyrir miklum samdrætti, ekki síst í ferðaþjónustu
 • Áætluð heildarútlán nema 28 milljarða króna til 8.000 fyrirtækja

6

milljón krónur

að hámarki á aðila

1,75%

vextir

2,5

ár

lánstími

Skilyrði fyrir stuðningsláni

 • 40% lægri tekjur en á sama tímabili 2019 ( Tekjusamdráttur á 60 daga samfelldu tímabili frá 1. mars til 30. september verður að nema a.m.k. 40% miðað við sama tímabil fyrra árs)
 • Tekjur ársins 2019 voru á milli 9 milljón krónur og 500 milljón krónur og launakostnaður nam að minnsta kosti 10% af rekstrargjöldum 2019
 • Engar arðgreiðslur, engin kaup á eigin hlutabréfum frá 1. mars
 • Engin vanskil (Rekstraraðili má ekki hafa greitt út arð, óumsamda kaupauka, keypt eigin hlutabréf, greitt af víkjandi láni fyrir gjalddaga eða veitt eigendum
  eða nákomnum aðilum lán eða aðrar greiðslur sem ekki eru nauðsynlegar til að viðhalda rekstri frá 1. mars 2020. Rekstraraðili er ekki í
  vanskilum á opinberum sköttum og gjöldum eða í vanskilum við lánastofnun lengur en í 90 daga.)
 • Fyrirtækið er rekstrarhæft þegar áhrif COVID-19 eru liðin hjá