Síðast uppfært 27.4.2020

Lokunarstyrkur

Stjórnvöld munu styrkja þá sem lögðu niður starfsemi vegna sóttvarnareglna

  • Margvíslegri þjónustu var gert að loka vegna samkomubanns og annarra sóttvarnarreglna
  • Þetta á til dæmis við um hárgreiðslustofur, krár, líkamsræktar-stöðvar, nuddstofur, sjúkraþjálfun, skemmtistaði, snyrtistofur, söfn, spilasali, laugar og tannlækna
  • Stjórnvöld munu veita þessum aðilum styrki til að bæta upp hluta tekjufalls og hjálpa þeim að standa undir föstum kostnaði sem fallið hefur til í rekstri þeirra

Hámarksupphæð nemur 2,4 m.kr. á aðila

800

þúsund krónur

á starfsmann

2,4

milljónir króna

að hámarki á hvern aðila

2,5

milljarða króna

áætlað heildarumfang lokunarstyrkja

Skilyrði fyrir lokunarstyrk

Fyrirtækið þarf að:

  • hafa þurft að loka starfsemi vegna sóttvarnarreglna
  • hafa orðið fyrir 75% tekjufalli í apríl á milli ára
  • haft að minnsta kosti 4,2 milljónir króna í tekjur 2019
  • vera í skilum með skatta
  • vera ennþá í rekstri

Fái fyrirtæki styrk án þess að hafa átt rétt á honum ber því að endurgreiða hann með 50% álagi