Málefni:
Úttekt séreignar
Í því skyni að auðvelda einstaklingum og heimilum að standa af sér þær aðstæður sem hér eru vegna heimsfaraldursins hefur verið ákveðið að gera fólki kleift að taka út séreignarsparnað til frjálsra nota.
Hver eru markmiðin?
Að gera fólki kleift að nýta eigin sparnað til að mæta djúpri en tímabundinni efnahagslægð
Að auka eftirspurn í efnahagslífinu með því að fólk nýtir sparnaðinn til aukinna útgjalda
Helstu skilyrði
Sækja þarf um í síðasta lagi 1. janúar 2021
Hámarksútgreiðsla er 12 m.kr. yfir 15 mánaða tímabil
Útgreiðsla hvers mánaðar nemur að hámarki 800 þúsund krónum
Hvar sæki ég um?
Tekið er við umsóknum hjá þeim sem heldur utan um séreignarsparnað umsækjanda, svo sem lífeyrissjóði eða banka.
Aðgerðir fyrir
Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng