Tekjutengdar atvinnuleysisbætur
Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 456.404 kr. á mánuði. Atvinnuleitandi sem uppfyllir skilyrði tekjutengingar á alla jafna rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í þrjá mánuði í upphafi bótatímabils. Þessi réttur hefur tímabundið verið lengdur í sex mánuði.
Fyrir hverja?
Komið er til móts við einstaklinga sem orðið hafa fyrir atvinnumissi vegna COVID-19 faraldursins og munu búa við skerta möguleika á atvinnu næstu misseri.
Útreikningur tekjutengingar
Launamenn: 70% af meðaltali heildarlauna á sex mánaða tímabili sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus
Sjálfstætt starfandi: 70% af meðaltali heildarlauna miðað við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus
Bótaréttur umsækjanda: Upphæð miðast einnig við bótarétt umsækjanda. Reiknist umsækjandi með hámarkstekjutengingu en 50% bótarétt verða hámarksatvinnuleysisbætur hans 50% af 456.404 kr.
Hvar sæki ég um?
Sótt er um atvinnuleysisbætur á vef Vinnumálastofnunar.
Aðgerðir fyrir
Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng