Tekjufallsstyrkur
Styrkur sem gagnast sérstaklega smærri fyrirtækjum og einyrkjum, t.d. í menningar- og ferðatengdri þjónustu. Skatturinn er framkvæmdaraðili tekjufallsstyrkja.
Fyrir hverja?
Styrkurinn nýtist fjölmörgum rekstraraðilum sem hafa þurft að sæta takmörkunum vegna sóttvarnarráðstafana án þess að hafa verið gert að loka. Markmiðið er að styðja við þau fyrirtæki sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli vegna faraldursins. Tekjufallsstyrkir munu greiðast í einu lagi fyrir sjö mánaða tímabil sem nær frá apríl og út október 2020.
Helstu skilyrði
Styrkfjárhæð tekur mið af rekstrarkostnaði og tekjufalli
Rekstraraðilar sem verða fyrir 40–70% tekjufalli geta átt rétt á styrk að fjárhæð 400.000 kr. á mánuði fyrir hvert stöðugildi
Sé tekjufallið 70–100% getur styrkur orðið 500.000 kr. á hvert stöðugildi á mánuði
Hámarksstyrkur er 2–2,5 milljónir króna á mánuði
Hvar sæki ég um?
Skatturinn tekur við umsóknum um tekjufallsstyrki.
Aðgerðir fyrir
Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng