Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs
Það er mikilvægt að börn taki þátt í íþróttum og tómstundum. Tómstundir eru frítími sem við eigum fyrir okkur til þess að gera eitthvað sem okkur finnst gaman eða við njótum.
Það getur verið að læra á hljóðfæri, spila fótbolta, æfa karate, taka þátt í skátastarfi, fara á listnámskeið og margt fleira!
Okkur líður vel líkamlega og andlega ef við stundum íþróttir og tómstundir. Börn sem taka þátt í íþróttum og tómstundum gengur oft betur í skóla og eru ólíklegri til þess að nota vímuefni, eins og tóbak og áfengi.
Foreldrar sem eiga börn á aldrinum 6 ára til 15 ára geta fengið sérstakan 45.000 króna styrk fyrir frístundastarfi barna.
Smelltu á hnappinn hér til hliðar til að sjá hvort þú átt rétt á slíkum styrk.
Fyrir hverja?
Styrkur til tekjulágra fjölskyldna vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkur er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014.
Helstu skilyrði:
barn/börn búi að á sama lögheimili og umsækjandi
meðaltekjur heimilis hafi verið lægri en 740 þúsund á mánuði frá mars–júlí 2020
Umsókn þarf að berast fyrir 1. mars 2021
íþrótta- og frístundaiðkunin þarf að fara fram á skólaárinu 2020–2021
Hvernig er sótt um styrkinn?
Opnað verður fyrir umsóknir upp úr miðjum nóvember.
Það er gert með því að skrá sig inn hér til hliðar með rafrænum skilríkjum.
Utanumhald og útfærsla er í höndum sveitafélaga fyrir hönd íbúa. Fyrirspurnum skal beina til þeirra, til að mynda ef einstaklingar telja sig eiga rétt á styrk en fá neikvætt svar.
Aðgerðir fyrir
Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng