Fara beint í efnið

Málefni:

Einstaklingar
Styrkir

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs

Almennar upplýsingar

Vinsamlegast athugið að umsóknarfrestur fyrir styrkinn rann út 31. júlí 2021.

Það er mikilvægt að börn taki þátt í íþróttum og tómstundum. Tómstundir eru frítími sem við eigum fyrir okkur til þess að gera eitthvað sem okkur finnst gaman eða við njótum.

Það getur verið að læra á hljóðfæri, spila fótbolta, æfa karate, taka þátt í skátastarfi, fara á listnámskeið og margt fleira!

Okkur líður vel líkamlega og andlega ef við stundum íþróttir og tómstundir. Börn sem taka þátt í íþróttum og tómstundum gengur oft betur í skóla og eru ólíklegri til þess að nota vímuefni, eins og tóbak og áfengi.

Foreldrar sem eiga börn á aldrinum 6 ára til 15 ára geta fengið sérstakan 45.000 króna styrk fyrir frístundastarfi barna.

Fyrir hverja?

Styrkur til tekjulágra fjölskyldna vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkur er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014.

Helstu skilyrði:

  • barn/börn búi að á sama lögheimili og umsækjandi

  • meðaltekjur heimilis hafi verið lægri en 740 þúsund á mánuði frá mars–júlí 2020

  • Hægt að sækja um styrk til og með 31. júlí 2021.

  • Miðað er við að tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021 eða yfir sumarið 2021. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020.

Hvernig er sótt um styrkinn?

Umsóknarfrestur rann út 31. júlí 2021.

Aðgerðir fyrir

Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng