Styrkir vegna umönnunar fatlaðra og langveikra barna
Heimilt er að greiða framfærendum barna, sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020, eingreiðslu sem nemur 25% af fullum umönnunargreiðslum fyrir einn mánuð vegna aukinnar umönnunar.
Fyrir hverja?
Styrkur til framfærenda fatlaðra og langveikra barna, sem byggir á tímabundið aukinni umönnunarbyrði. Greiðslan er undanþegin skattskyldu og hefur ekki áhrif á aðrar bætur.
Helstu skilyrði
Að Covid-19 faraldurinn hafi valdið því að þjónusta á borð við skóla eða dagvistun hafi legið niðri eða að barn hafi ekki getað sótt þjónustuna
Ef framfærandi hefur verið heima með barni vegna undirliggjandi vanda sem landlæknir hefur skilgreint í áhættuhópi
Að slíkar aðstæður hafi varað í að minnsta kosti 15 virka daga á tímabilinu
Hvar sæki ég um?
Sótt er um hjá Tryggingastofnun og er umsóknarfrestur til 1. janúar 2021.
Aðgerðir fyrir
Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng