Laun í sóttkví
Markmið laganna er að styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, s.s. veikindaréttur, eiga ekki við. Einstaklingar geta þannig fylgt fyrirmælum um sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.
Fyrir hverja?
Atvinnurekendur sem greiða laun geta gert kröfu um endurgreiðslu, sjálfstætt starfandi sem hafa þurft að leggja niður störf og launamenn sem ekki hafa fengið greidd laun fyrir þann tíma sem þeir voru í sóttkví.
Helstu skilyrði
Einstaklingur hafi sannanlega verið í sóttkví samkvæmt beinum fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og ekki sinnt vinnu að hluta eða öllu leyti á meðan
Almennt er gert ráð fyrir að sóttkví vari í 14 daga
Einungis er greitt fyrir þá daga sem viðkomandi hefði átt að vera við störf
Greiðslur taka mið af heildarlaunum í þeim mánuði sem einstaklingur er í sóttkví
Hámarksgreiðsla er 633.000 kr. á mánuði, eða 21.000 kr. á dag
Hægt er að sækja um greiðslur eftir 15. dag næsta mánaðar eftir að sóttkví lauk
Allar umsóknir um greiðslur þurfa að berast fyrir 31. mars 2022
Hvar sæki ég um?
Vinnumálastofnun annast framkvæmd laga um tímabundnar greiðslur vegna einstaklinga sem sæta sóttkví. Sótt er um á vef stofnunarinnar.
Aðgerðir fyrir
Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng