Fara beint í efnið

Málefni:

Fyrirtæki
Einstaklingar

Hlutabótaleiðin

Réttur til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda hefur verið lengdur til 31. maí 2021 með tilteknum breytingum og að undangengnum ákveðnum skilyrðum.

Fyrir hverja? 

Vegna þeirra þrenginga sem blasa við hafa stjórnvöld komið til móts við fyrirtæki og launþega með hlutabótum. Fyrirtækjum í rekstrarvanda er þannig gert kleift að lækka starfshlutfall hjá launafólki tímabundið og viðhalda þar með ráðningarsambandi á meðan erfiðustu mánuðirnir ganga yfir.

Hvaða skilyrði eru?

  • Vinnuveitendur sem hyggjast nýta sér hlutabótaleiðina þurfa að staðfesta að á tímabilinu 1. júní 2020 til 31. maí 2023 hafi þeir ekki í hyggju að meðal annars greiða út arð til hluthafa, lækka hlutafé með greiðslu til hluthafa, greiða óumsamda kaupauka eða kaupa eigin hlutabréf. 

  • Vinnumálastofnun verður heimilt að birta opinberlega lista yfir vinnuveitendur launafólks sem fær greiddar atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

  • Launafólki er heimilt að óska eftir því að miðað verði við mánaðarleg meðallaun ársins 2019 í stað þess að miðað verði við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missir starf sitt. 

  • Heimilt er að taka mið af viðmiðunartekjum sem greiðslur úr Fæðingarorlofsjóði miðuðust við hafi launamaður fengið greiðslur úr sjóðnum á því tímabili sem horft er til þegar atvinnuleysisbætur eru reiknaðar.

  • Vinnumálastofnun hefur fengið auknar heimildir til gagnaöflunar og eftirlits og verður stofnuninni heimilt að krefja vinnuveitendur um endurgreiðslu atvinnuleysisbóta auk 15% álags, auk þess að beita fjársektum.

Hvar er sótt um? 

Frekari upplýsingar um hlutabótaleiðina og hvernig sótt er um er að finna á vef Vinnumálastofnunar.

Aðgerðir fyrir

Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng