Fara beint í efnið

Málefni:

Fyrirtæki

Greiðsluskjól

Helstu skilyrði

  • Að lögaðilinn heyri undir lögsögu dómstóla hér á landi.

  • Atvinnustarfsemi hans hafi byrjað ekki síðar en 1. desember 2019.

  • Hann hafi greitt einum manni eða fleiri laun í desember 2019 og janúar og febrúar 2020 sem svari hið minnsta til lágmarkslauna fyrir fullt starf í hverjum þessara mánaða.

  • Samanlagður áætlaður rekstrarkostnaður og skuldir hans sem falla í gjalddaga á næstu tveimur árum séu meiri en heildarfjárhæð andvirðis peningaeignar hans, innstæðna, verðbréfa og krafna á hendur öðrum.

Einnig þarf að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna skilyrða:

  • Mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi frá 1. apríl 2020 og þar til sótt er um úrræðið lækkað um 75 hundraðshluta eða meira í samanburði við meðaltal mánaðartekna á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 29. febrúar 2020.

  • Mánaðarlegar heildartekjur síðustu þriggja mánaða áður en sótt er um úrræðið hafi lækkað um 75 hundraðshluta eða meira í samanburði við sama tímabil árið áður.

  • Fyrirsjáanlegt er að heildartekjur af starfseminni á næstu þremur mánuðum frá því að sótt er um úrræðið lækki um 75 hundraðshluta eða meira í samanburði við sama tíma árið áður.

Beiðni um fjárhagslega endurskipulagningu skal beint til héraðsdóms þegar rekstraraðili hefur ráðið lögmann eða löggiltan endurskoðanda til aðstoðar.

Aðgerðir fyrir

Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng