Fara beint í efnið

Málefni:

Fyrirtæki
Skattar

Frestun skattgreiðslna fyrir fyrirtæki

Sækja um frestun skattgreiðslna fyrir fyrirtæki

Aðgerðin er fyrir launagreiðendur og gerir þeim kleift að fresta skilum á staðgreiðslu skatts og tryggingagjaldi á árunum 2020, 2021 og 2022.

Fyrir hverja

Aðgerðin er fyrir launagreiðendur og gerir þeim kleift að fresta skilum á staðgreiðslu skatts og tryggingagjaldi á árunum 2020 og 2021.

Skilyrði

  • Að launagreiðandi eigi við verulega rekstrarörðugleika að stríða.

  • Að launagreiðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019.

  • Að launagreiðandi hafi sótt um frestun á skilum á þjónustusíðu Skattsins í síðasta lagi á eindaga viðkomandi greiðslutímabils.

Breyting á úrræði 2022

  • Með lögum nr. 2/2022, var heimilt að fresta enn frekar greiðslum á afdreginni staðgreiðslu af launum og tryggingagjaldi á gjalddaga 15. janúar 2022, skv. lögum nr. 141/2020. Heimilt er að dreifa þeim á sex gjalddaga, mánaðarlega frá og með 15. september 2022 og verða gjalddagar og eindagar þeirra 15. september, 17. október, 15. nóvember og 15. desember 2022 og 16. janúar og 15. febrúar 2023.

  • Að auki var með lögum nr. 2/2022, þeim launagreiðendum með meginstarfsemi í flokki IV skv. 3. gr. eða í flokki II eða III skv. 4. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, sem hafa þurft að sæta takmörkunum á opnunartíma veitingastaða vegna sóttvarnaráðstafana í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, heimilt að sækja um frestun á skilum á allt að tveimur greiðslum á afdreginni staðgreiðslu af launum og tryggingagjaldi á gjalddaga 1. janúar 2022 til og með 1. júní 2022. Þeim greiðslum sem frestað er skal skipta á sex gjalddaga og verða gjalddagar og eindagar þeirra 15. september, 17. október, 15. nóvember og 15. desember 2022 og 16. janúar og 15. febrúar 2023. Skilyrði fyrir heimild til frestunar gjalda er m.a. að launagreiðandi starfræki gisti- eða veitingastað með áfengisveitingum sem hafi fengið rekstrarleyfi samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, fyrir 1. desember 2021.

Hvar er sótt um?

Skatturinn sér um framkvæmd úrræðisins og á vef hans er að finna nánari upplýsingar

Aðgerðir fyrir

Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng