Fara beint í efnið

Málefni:

Fyrirtæki
Styrkir

Lokunarstyrkur – framhald

Nánari upplýsingar um framhaldslokunarstyrk

Fyrir hverja?

Þau fyrirtæki sem hafa lokað eða stöðvað starfsemi samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra eru meðal annars:

  • Hárgreiðslustofur

  • Húðflúrsstofur

  • Krár

  • Líkamsræktarstöðvar

  • Skemmtistaðir

  • Snyrtistofur

  • Spilasalir

  • Sundlaugar

Styrkirnir taka við af lokunarstyrkjum sem veittir voru í fyrstu bylgju farsóttarinnar. Þeir miðast ekki aðeins við takmarkanir sóttvarnaryfirvalda sem þegar hafa komið til framkvæmda heldur taka einnig til frekari takmarkana sem kunna að koma til síðar. Fjárhæð lokunarstyrks byggist á rekstrarkostnaði á lokunartímabilinu með tilteknum hámörkum.

Helstu skilyrði

  • Vera í skilum með skatta og gjöld sem greiða átti fyrir árslok 2019

  • Hafa staðið í skilum með skattframtöl, staðgreiðsluskilagreinar, virðisaukaskattsskýrslur, ársreikninga o.fl.

Upplýsingar vegna ríkisaðstoðar

Lokunarstyrkir fyrir lokunartímabil eftir 17. september 2020 fela í sér ríkisaðstoð. Hámarksstuðningur er 260 m.kr. að meðtöldum viðspyrnustyrkjum, tekjufallsstyrkjum og ferðagjöf. Sé um fyrirtæki í erfiðleikum að ræða takmarkast heildarfjárhæð til viðkomandi rekstraraðila við 30 millj.kr. í samræmi við reglur um minniháttaraðstoð.

Hvar sæki ég um?

Skatturinn hefur umsjón með styrkveitingum og hefur sett saman ítarlegar leiðbeiningar um hvernig sótt er um og annars sem til þarf. Heimilt er að taka við umsóknum allt til 30. september 2021.

Aðgerðir fyrir

Ekkert fannst með völdum málefnum og/eða leitarstreng